Ísland tapaði fyrsta leik sínum gegn Grikkjum á Eurobasket 2017 í Helsinki nú fyrir skömmu, 61-90. Íslensku strákarnir náðu ekki að sýna sinn allra besta leik en góður sprettur í öðrum hluta gaf góða von um að þessi leikur gæti dottið báðu megin.
Íslenska liðið náði ekki að halda áfram þessum góða spretti í lok fyrri hálfleiks og var seinni hálfleikur algerlega eign Grikkja.
Haukur Helgi Pálsson var frábær í liði Íslands með 21 stig og 4 fráköst. Aðrir leikmenn náðu góðum sprettum en tókst ekki að setja almennilega svip sinn á leikinn.
Mynd: Skúli Sigurðsson