spot_img
HomeFréttirÚrslit: Stjarnan á toppnum um jólin

Úrslit: Stjarnan á toppnum um jólin

 
Subwaybikarmeistarar Stjörnunnar verða á toppi Iceland Express deildar karla yfir jólahátíðina eftir 74-89 útisigur gegn Breiðablik í kvöld. Þeir Justin Shouse og Jovan Zdravevski voru með sín hvor 25 stigin og slíkt hið sama skoraði Jonathan Schmidt fyrir Blika.
Njarðvíkingar áttu ekki í vandræðum með botnlið FSu og skelltu gestum sínum í Ljónagryfjunni 99-47. Guðmundur Jónsson var stigahæstur hjá Njarðvíkingum með 17 stig en Kjartan Kárason skoraði 13 stig fyrir FSu.
 
Tindastóll tók á móti Fjölni á Sauðárkróki og hafði betur gegn gestum sínum 90-75. Svavar Atli Birgisson skoraði 22 stig í liði Tindastóls en hjá Fjölni var Christopher Smith með 20 stig og 13 fráköst.
 
Fréttir
- Auglýsing -