Sex leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt.
Í Toronto Dominion garðinum í Boston töpuðu heimamenn í Celtics fyrir liði Los Angeles Lakers með 128 stigum gegn 129. Líkt og tölurnar gefa til kynna var leikurinn einkar jafn í lokin, en það sem skildi liðin að var flautukarfa leikstjórnanda Lakers, Rajon Rondo. Áhugavert að það hafi verið Rondo sem skoraði þessa sigurkörfu fyrir Lakers, en hann spilaði eitt sinn fyrir Celtics. Lék til að mynda lykilhlutverk í eina meistaratitil þeirra síðustu 33 ár, árið 2008.
https://twitter.com/WorldWideWob/status/1093715116418351104
LeBron James atkvæðamestur fyrir Lakers í leiknum, með laglega þrennu, 28 stig, 12 fráköst og 12 stoðsendingar. Fyrir heimamenn var það Kyrie Irving sem dróg vagninn með 24 stigum (úr 21 skoti) 7 fráköstum og 8 stoðsendingum.
https://www.youtube.com/watch?v=KBLFrC6-ZwU
Úrslit næturinnar:
LA Clippers 92 – 116 Indiana Pacers
Minnesota Timberwolves 112 – 122 Orlando Magic
Toronto Raptors 119 – 101 Atlanta Hawks
Los Angeles Lakers 129 – 128 Boston Celtics
Memphis Grizzlies 95 – 117 Oklahoma City Thunder
San Antonio Spurs 118 – 127 Portland Trail Blazers