Átta leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt.
Í Target höllinni í Minneapolis lögðu heimamenn í Minnesota Timberwolves lið Memphis Grizzlies í framlengdum leik, 97-99. Leikur sem seint verður talinn áferðarfallegur, en liðin skoruðu samtals 10 stig á 5 mínútum framlengingarinnar. Að lokum var það sigurkarfa Karl Anthony Towns sem að skildi liðin að. Er þetta sú fyrsta sem ungstirnið gerir á sínum feril í NBA deildinni, en hana má sjá hér fyrir neðan.
Atkvæðamestur fyrir heimamenn í leiknum var bakvörðurinn Jerryd Bayless með 19 stig, 7 fráköst og 12 stoðsendingar. Fyrir Grizzlies var það leikstjórnandinn Mike Conley sem dróg vagninn með 26 stigum, 5 fráköstum og 8 stoðsendingum.
https://www.youtube.com/watch?v=uigSQwQYk9s
Úrslit næturinnar:
Charlotte Hornets 94 – 126 Boston Celtics
Chicago Bulls 105 – 89 Miami Heat
Dallas Mavericks 114 – 90 New York Knicks
Indiana Pacers 89 – 107 Washington Wizards
Memphis Grizzlies 97 – 99 Minnesota Timberwolves
Denver Nuggets 105 – 99 New Orleans Pelicans
Atlanta Hawks 113 – 135 Sacramento Kings
Utah Jazz 105 – 132 Portland Trail Blazers