spot_img
HomeFréttirÚrslit: Rockets unnu Magic í endurkomu leikguðsins

Úrslit: Rockets unnu Magic í endurkomu leikguðsins

Níu leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt.

Í Toyota höllinni í Houston lögðu heimamenn í Rockets lið Orlando Magic með 103 stigum gegn 98. Leikurinn sá fyrsti sem leikstjórnandinn Chris Paul leikur fyrir Rockets á þessu ári, en hann  hafði verið frá síðustu 5 vikur vegna meiðsla. Spilaði Paul rúmar 25 mínútur í leiknum og skilaði á þeim 12 stigum, 5 fráköstum og 6 stoðsendingum.

Atkvæðamestur heimamanna í leiknum var James Harden með 40 stig, 11 fráköst og 6 stoðsendingar. Fyrir gestina var það miðherjinn Nikola Vucevic sem dróg vagninn með 19 stigum, 17 fráköstum og 5 stoðsendingum.

https://www.youtube.com/watch?v=XWLAM01tnnE

Staðan í deildinni

Úrslit næturinnar:

Cleveland Cavaliers 104 – 101 Chicago Bulls

Sacramento Kings 108 – 122 LA Clippers

Milwaukee Bucks 112 – 118 Oklahoma City Thunder

Orlando Magic 98 – 103 Houston Rockets

Toronto Raptors 123 – 120 Dallas Mavericks

Utah Jazz 125 – 111 Minnesota Timberwolves

Washington Wizards 119 – 132 San Antonio Spurs

Miami Heat 106 – 97 New York Knicks

Phoenix Suns 102 – 116 Los Angeles Lakers

Fréttir
- Auglýsing -