Keflvíkingar voru rétt í þessu að leggja KR örugglega 85-48 í Lengjubikarkeppni kvenna. Sara Rún Hinriksdóttir setti saman myndarlega tvennu hjá Keflavík með 22 stig og 14 fráköst en Bergþóra Tómasdóttir gerði 12 stig og tók 7 fráköst í liði KR. Myndasafn úr Keflavík er hægt að skoða hér.
Á fimmtudag fara undanúrslit keppninnar í kvennaflokki fram í Ásgarði en þá mætast Keflavík og Haukar og svo Valur og Snæfell.
Mynd/ Hallveig Jónsdóttir með þrist fyrir Keflavík í kvöld