Tólftu umferð Dominos deildar karla lauk í kvöld með risaviðureign Suðurnesjafélaganna Keflavíkur og Njarðvíkur.
Leikur kvöldsins var veisla fyrir augað. Elvar Már Friðriksson leiddi Njarðvík í fyrri hálfleik í 15 stiga forystu þegar liðin héldu til búningsklefa í hálfleik. Staðan 35-50 og Elvar með 21 stig í hálfleik.
Keflavík náði heldur betur að snúa leiknum sér í hag í seinni hálfleik og úr varð háspennuleikur á lokaandartökunum. Að lokum fór svo að Njarðvík vann eftir ævintýralegar lokasóknir.
Nánar verður fjallað um leikinn á Körfunni síðar í kvöld.
Úrslit kvöldsins:
Dominos deild karla: