spot_img
HomeBónus deildinÚrslit - Líflína í Borgarnes

Úrslit – Líflína í Borgarnes

Í kvöld fóru fram 3 leikir í Dominosdeild Karla.

Í Vesturbænum unnu Njarðvíkingar auðveldan sigur á KR þar sem Elvar Már Friðriksson skoraði 25 stig. Lokatölur 55 – 71.

Í Smáranum í Kópavogi mættu Keflvíkingar til þess að spila við lánlausa Blika. Keflvíkingar unnu stóran sigur. Lokatölur 108 – 86 í leik þar sem að Tómas Steindórsson tók 10 fráköst.

Stærstu úrslit kvöldsins urðu í Borgarnesi þar sem heimamenn í Skallagrím unnu sinn annan leik í röð með einu stigi og halda í vonina um að vera enn í Dominosdeildinni að ári. Lokatölur 80 – 79

 

Fréttir
- Auglýsing -