Ísland leiðir með 8 stigum í hálfleik gegn Tyrklandi í Laugardalshöll í síðasta leik undankeppni EuroBasket 2025.
Íslenska liðið hefur haldið forystu frá fyrstu mínútum leiksins, en þeir voru snöggir að skapa sér smá bil með snörpu 14-4 áhlaupi á upphafsmínútunum. Tryggvi Snær Hlinason verið besti leikmaður vallarins í fyrri hálfleiknum, en hann er kominn með 13 stig, 10 fráköst og 3 varin skot. Honum næstur er Martin Hermannsson með 11 stig og 4 stoðsendingar.
Ná Ísland að halda þetta út og vinna leikinn hafa þeir tryggt sér sæti á lokamótinu sem fram fer í Lettlandi, Finnlandi, Póllandi og á Kýpur í lok ágúst.
Sigur gegn Tyrklandi er ekki það eina sem tryggir Ísland á lokamótið, en fari svo það náist ekki að vinna Tyrkland, dugar Íslandi til vara að Ungverjaland tapi fyrir Ítalíu í leik sínum til að tryggja sig á lokamótið. Hérna er hægt að fylgjast með beinni tölfræði úr þeim leik, en hann hófst á sama tíma og leikur Íslands og Tyrklands.
Hérna eru fréttir af undankeppni EuroBasket