Tveir leikir fóru fram í fyrstu deild karla í kvöld.
Í Forsetahöllinni á Álftanesi lögðu heimamenn lið Skallagríms nokkuð örugglega, 101-67. Atkvæðamestur fyrir Álftanes í leiknum var Friðrik Anton Jónsson með 22 stig, 11 fráköst og 4 stoðsendingar. Fyrir Skallagrím var það Elijah Bailey sem dró vagninn með 22 stigum og 3 fráköstum.
Áhöfn í Hornafirði lögðu heimamenn í Sindra lið Fjölnis, 93-75. Fyrir Sindra skilaði Detrek Marqual Browning 21 stigi, 5 fráköstum og 9 stoðsendingum. Hjá Fjölni var Dwayne Ross Foreman með 32 stig og 13 fráköst.