21:09
{mosimage}
Þrír leikir fóru fram í Iceland Express deildunum í kvöld. Keflavíkurkonur unnu nokkuð öruggan sigur á ÍS í íþróttahúsi Kennaraháskólans í Reykjavík. Lokatölur leiksins voru 65-83 Keflavík í vil.
Í Stykkishólmi tók Snæfell á móti Haukum og höfðu Snæfellingar betur 96-71 þar sem Justin Shouse átti góðan dag.
Framlengt var á Sauðárkróki þar sem Tindastóll og ÍR áttust við. Að loknum venjulegum leiktíma var staðan 85-85 en það voru á endanum Tindastólsmenn sem höfðu sigur í leiknum 103-97.