Þrír leikir fóru fram í áttundu umferð Dominos deildar karla í kvöld.
Njarðvík lagði Íslandsmeistara KR í DHL Höllinni, Tindastóll vann Fjölni í Dalhúsum og í Röstinni báru heimamenn í Grindavík sigurorð af Val.
Þá var einn leikur í fyrstu deild karla þar sem að heimamenn í Skallagrím unnu Sindra.
Úrslit kvöldsins:
Dominos deild karla:
KR 75 – 78 Njarðvík
Fjölnir 88 – 100 Tindastóll
Grindavík 85 – 69 Valur
Fyrsta deild karla:
Skallagrímur 85 – 71 Sindri