spot_img
HomeFréttirÚrslit kvöldsins: Þórsarar fyrstir til að leggja Grindavík

Úrslit kvöldsins: Þórsarar fyrstir til að leggja Grindavík

Nýliðar Þórs úr Þorlákshöfn urðu í kvöld fyrstir liða til að leggja topplið Grindavíkur í Iceland Express deild karla. Liðin áttust við í Röstinni, heimavelli Grindavíkur, þar sem lokatölur voru 76-80 Þór í vil. Þá varð að framlengja viðureign KR og Tindastóls þar sem Stólarnir fóru með sigur af hólmi gegn átta KR-ingum.
Úrslit kvöldsins:
 
Grindavík 76-80 Þór Þorlákshöfn
Mike Ringgold gerði 23 stig og tók 8 fráköst í liði Þórs og Darrin Govens bætti við 22 stigum og 8 fráköstum. Guðmundur Jónsson gerði 10 stig og Baldur Þór Ragnarsson 8 en Baldur fór mikinn og sérstaklega á lokaspretti leiksins. Hjá Grindavík var J´Nathan Bullock með 21 stig og 7 fráköst og Ólafur Ólafsson 17.
 
Tindastóll 99-94 KR (framlengt)
Maurice Miller splæsti í þrennu með 27 stig, 11 fráköst og 14 stoðsendingar og Svavar Atli Birgisson bætti við 15 stigum. Hjá KR var Finnur Atli Magnússon með 22 stig og 13 fráköst.
 
Keflavík 92-72 Njarðvík
Steven Gerard fór mikinn í liði Keflavíkur með 30 stig og 7 stoðsendingar og þá átti Jarryd Cole ekki síðari dag með 26 stig og 10 fráköst. Hjá Njarðvíkingum var Cameron Echols með 25 stig og 10 fráköst og Travis Holmes bætti við 16 stigum.
 
Fjölnir 103-95 Snæfell
Nathan Walkum gerði 33 stig, tók 11 fráköst og gaf 7 stoðsendingar í liði Fjölni. Árni Ragnarsson kom þar næstur með 28 stig, 7 fráköst og 7 stoðsendingar. Hjá Snæfell var Quincy Hankins-Cole með 29 stig og 13 fráköst og Marquis Sheldon Hall bætti við 26 stigum, 12 fráköstum og 7 stoðsendingum.
 
ÍR 82-83 Stjarnan
Fannar Freyr Helgason gerði 22 stig og tók 9 fráköst fyrir Stjörnuna gegn sínum gömlu liðsfélögum í ÍR. Þá voru þeir Keith Cothran og Justin Shouse báðir með 18 stig. Hjá ÍR var Robert Jarvis með 25 stig og James Bartolotta gerði 21.
 
Valur 73-76 Haukar
Garrison Johnson gerði 30 stig í liði Vals og Igor Tratnik bætti við 12 og 21 frákasti en hjá Haukum var Christopher Smith með 21 stig og 11 fráköst og Helgi Björn Einarsson bætti við 19 stigum og 7 fráköstum. Nýjasti liðsmaður Hauka, Hayward Fain bætti svo við 9 stigum og 5 stolnum boltum.
 
Staðan í deildinni
1.  Grindavík 8 7 1 14 695/580 86.9/72.5 4/1 3/0 86.4/74.4 87.7/69.3 4/1 7/1 -1 -1 3 0/1
2.  (1) Keflavík 8 6 2 12 735/671 91.9/83.9 4/0 2/2 89.3/79.5 94.5/88.3 4/1 6/2 3 4 1 2/1
3.  (-1) Stjarnan 8 6 2 12 734/683 91.8/85.4 2/1 4/1 87.3/83.7 94.4/86.4 3/2 6/2 1 1 1 2/0
4.  (1) Þór Þ. 8 5 3 10 700/674 87.5/84.3 2/1 3/2 84.3/82.7 89.4/85.2 3/2 5/3 2 1 1 2/1
5.  (-1) KR 8 4 4 8 682/707 85.3/88.4 3/1 1/3 77.0/79.0 93.5/97.8 2/3 4/4 -3 -1 -2 1/2
6.  (1) ÍR 8 4 4 8 709/706 88.6/88.3 1/3 3/1 88.5/90.8 88.8/85.8 3/2
Fréttir
- Auglýsing -