spot_img
HomeFréttirÚrslit kvöldsins: Stórir heimasigrar á línuna (Uppfært)

Úrslit kvöldsins: Stórir heimasigrar á línuna (Uppfært)

Þrír leikir fóru fram í Lengjubikar karla í kvöld, Skallagrímsmenn byrjuðu vel í vesturbænum en fengu á endanum skell líkt og Hamarsmenn í Keflavík og Fjölnir fékk fyrir ferðina í Hafnarfirði. Stórir sigrar á boðstólunum í kvöld.
 
Úrslit kvöldsins – Lengjubikar
 
Keflavík 111-64 Hamar
Charles Parker gerði 27 stig í leiknum í liði Keflavíkur og Jarryd Cole bbætti við 16 stigum. Hjá Hamri var Halldór Gunnar Jónsson með 22 stig og Brandon Cotton bætti við 16 stigum.
 
Haukar 90-68 Fjölnir
Jovanni Shuler var með 20 stig og 12 fráköst í liði Hauka og Christopher Smith bætti við 19 stigum og 14 fráköstum. Calvin O´Neal gerði 19 stig hjá Fjölni og Nathan Walkup var með 13 stig og 12 fráköst.
 
KR 111-74 Skallagrímur
Edward Lee Horton Jr. gerði 29 stig og tók 8 fráköst í liði KR og David Tairu bætti við 22 stigum og 8 fráköstum. Hjá Skallagrím var Dominique Holmes með 25 stig og 11 fráköst. Skallagrímsmenn leiddu 14-33 að loknum fyrsta leikhluta í kvöld og það lagðist ekki vel í heimamenn í KR sem skoruðu 97 stig næstu 30 mínúturnar!
 

Poweradebikarinn – forkeppni

Einn leikur fór fram í kvöld í forkeppni Poweradebikarsins þar sem Álftanes tryggði sér síðasta sæti inn í 32 liða úrslit keppninnar.


Álftanes 77-63 Fjölnir b


Þau lið sem eru komin áfram:


Haukar b
Reynir Sandgerði
Víkingur Ólafsvík
Patrekur
Njarðvík b
KR b
Stjarnan b
Mostri
Álftanes

 
Mynd/ www.vf.is – Keflvíkingar áttu ekki í vandræðum með Hamarsmenn í kvöld. 
Fréttir
- Auglýsing -