spot_img
HomeFréttirÚrslit kvöldsins: Skallagrímur á toppinn

Úrslit kvöldsins: Skallagrímur á toppinn

01:06 

{mosimage}

Skallagrímsmenn komust á topp Iceland Express deildar karla í kvöld með sigri á Snæfellingum í Borgarnesi. Lokatölur leiksins voru 83-77 Borgnesingum í vil. Skallagrímur deildir toppsætinu með KR sem lögðu Tindastól í DHL-Höllinni 109-89. 

Þór Þorlákshöfn nældi sér í sinn þriðja sigur í deildinni með sigri á ÍR 82-78 og grannar þeirra í Hamri/Selfoss gerðu góða ferð í Grafarvoginn er þeir lögðu Fjölni 82-88. 

Skallagrímur, KR og Snæfell eru öll með 16 stig í deildinni en af liðunum þremur hefur KR besta stigahlutfallið, þar næstir eru Skallagrímsmenn og svo Snæfellingar.  

Breiðablik gerði góða ferð austur á Egilsstaði er þeir höfðu betur gegn Hetti 91-96 eftir framlengdan leik í 1. deildinni.

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -