Sjöundu umferð í Iceland Express deild karla lauk í kvöld með þremur leikjum. Njarðvíkingar unnu sinn sjöunda deildarsigur í röð þegar Blikar komu í heimsókn en lokatölur í Ljónagryfjunni voru 78-64 Njarðvíkingum í vil.
Fjölnismenn fengu sín fyrstu stig í Iceland Express deildinni með 77-98 útisigri á FSu sem sitja nú einir á botni deildarinnar.
Þá mættust ÍR og Snæfell í Kennaraháskólanum þar sem Hólmarar höfðu betur 72-92.
1. Deild karla – úrslit
Skallagrímur 103-95 Þór Akureyri
Haukar 92-68 Þór Þorlákshöfn
UMFH 68-101 Ármann
Nánari úrslit úr fleiri leikjum væntanleg síðar í kvöld…