spot_img
HomeFréttirÚrslit kvöldsins : óvæntur sigur Þórs á ÍR

Úrslit kvöldsins : óvæntur sigur Þórs á ÍR

 Þrír leikir fóru fram í Iceland Express deildinni í kvöld.  Þór Þorlákshöfn kom öllum á óvart og vann nokkuð öruggan sigur á ÍR í hellinum.  Grindavík vann þægilegan sigur á Fjölni og Keflavík vann Tindastól í Keflavík.
 Þór Þorlákshöfn vann þægilegan 9 stiga sigur á ÍR, 92-101, en gestirnir voru mest 19 stigum yfir.  Stigahæstur í liði Þórs var Darrin Govens, algjör yfirburðamaður á vellinum, með 40 stig, 6 stoðsendingar og 8 fráköst.  Næstir voru það Michael Ringgold með 18 stig og 14 fráköst og Guðmundur Jónsson með 18 stig, 5 stoðsendingar og 7 fráköst.  Stigahæstur heimamanna var James Bartolotta með 30 stig en næstir voru það Nemanja Sovic með 22 stig, 12 fráköst og Sveinbjörn Claessen með 13 stig og 6 stoðsendingar.

Tölfræði leiksins má finna hér

Grindavík vann góðan útisigur á Fjölni, 76-95, sem hafa nú tapað fyrstu tveimur leikjum tímabilsins, báðum á heimavelli.  Stigahæstur í lið Grindavíkur var Sigurður Þ. Gunnarsson með 15 stig og 11 fráköst en næstir voru Jóhann Árni Ólafsson með 13 stig og J’Nathan Bullock með 12 stig.  Hjá Fjölni var Calvin O’Neal stigahæstur með 22 stig en næstir voru Arnþór Freyr Guðmundsson með 16 stig og 8 fráköst og Ægir Þór Steinarsson með 10 stig.

Tölfræði leiksins má finna hér

Keflavík vann 9 stiga sigur á Tindastól, 87-78.  Stigahæstur í liði Keflavíkur var Steven Gerard Dagustino með 17 stig.  Steven spilaði sinn fyrsta leik fyrir Keflavík á tímabilinu en þetta er þó ekki fyrsta leiktíð hans á Íslandi.  Næstir voru Magnús Þór Gunnarsson með 15 stig og Charles Michael Parker með 14 stig og 14 fráköst.

Tölfræði leiksins má finna hér

Fréttir
- Auglýsing -