spot_img
HomeFréttirÚrslit kvöldsins: Nýliðar Þórs lögðu Snæfell

Úrslit kvöldsins: Nýliðar Þórs lögðu Snæfell

 
Þriðju umferð í Iceland Express deild karla lauk í kvöld með þremur leikjum. KR hafði sigur á Njarðvík, Stjarnan lagði Hauka að Ásvöllum og Þór Þorlákshöfn vann Snæfell í spennuslag þar sem Marko Latvinovic gerði sigurstig leiksins þegar 11 sekúndur voru til leiksloka.
Úrslit kvöldsins í IE-karla:
 
KR 85-74 Njarðvík
David Tairu gerði 23 stig og Hreggviður Magnússon bætti við 20 stigum og 9 fráköstum. Hjá Njarðvík var Travis Holmes með 20 stig og 10 fráköst og Cameron Echols bætti við 18 stigum og 15 fráköstum.
 
Þór Þorlákshöfn 85-83 Snæfell
Darrin Govens gerði 27 stig og gaf 5 stoðsendingar í liði Þórs en það var Marko Latvinovic sem gerði sigurstig leiksins þegar 1 sekúnda var til leiksloka. Hjá Snæfell var Brandon Cotton með 35 stig.
 
Haukar 68-89 Stjarnan
Keith Cothran gerði 26 stig í liði Stjörnunnar og Jovan Zdravevski bætti við 20 stigum og 8 fráköstum. Jovanni Shuler var með 22 stig, 11 fráköst og 7 stoðsendingar í liði Hauka.
 
1. deild karla:
Ármann 86-84 Þór Akureyri (framlengt)
FSu 73-78 KFÍ
Hamar 73-76 Höttur
ÍA 98-75 ÍG
 
Mynd/ [email protected] – Hreggviður Magnússon átti góðan leik með KR í kvöld.
Fréttir
- Auglýsing -