spot_img
HomeFréttirÚrslit kvöldsins : Njarðvík stal senunni

Úrslit kvöldsins : Njarðvík stal senunni

Þrír leikir fóru fram í Iceland Express deild kvenna í kvöld.  Njarðvík stal senunni með óvæntum og öruggum sigri á Hamri, 83-61.  Haukar unnu Snæfell örugglega 70-43 og KR vann Grindavík í röstinni 58-77. 
Njarðvík kom á óvart í kvöld með gríðarlega sterkum sigri á Hamri í Njarðvík.  Shantrell Moss fór mikinn í liði heimastúlkna og skoraði 19 stig, hirti 12 fráköst og gaf 7 stoðsendingar.  Ólöf helga Pálsdóttir kom næst með 17 stig og 4 fráköst.  í liði Hamars var Koren Schram stigahæst með 20 stig en næst var Kristrún Sigurjónsdóttir með 11 stig .
 
Haukar stungu af í öðrum leikhluta gegn Snæfelli að Ásvöllum og litu aldrei aftur.  Þegar flautað var til leiksloka var munurinn á liðunum 27 stig.  Hether Ezell var atkvæðamest í liði Hauka með 26 stig 7 fráköst og 7 stoðsendingar.  Ragna Margrét Brynjarsdóttir var næst stigahæst með 13 stig og 11 fráköst.  í liði Snæfells var Kristen Green stigahæst með 14 stig og 6 fráköst. 
 
KR kom sér þægilega fyrir á toppi deildarinnar með fullt hús stiga með útisigri á Grindavík. Signy Hermansdóttir var stigahæst með 18 stig og 12 fráköst. Næstar voru Hildur Sigurðardóttir, Margrét Kara Sturludóttir og Jenny Pfeiffer-Finora voru allar með 12 stig.
Fréttir
- Auglýsing -