Íslands- og bikarmeistarar Keflavíkur láta engan bilbug á sér finna í Iceland Express deild kvenna en í kvöld unnu þær níunda deildarleikinn sinn í röð þegar þær skelltu Valskonum 91-68. Keflavík hefur nú 18 stig á toppi deildarinnar en grannar þeirra úr Njarðvík verma 2. sætið með 14 stig.
Úrslit kvöldsins í Iceland Epxress deild kvenna:
Keflavík 91-68 Valur
Jaleesa Butler átti rafmagnaðan leik í Keflavíkurliðinu með 35 stig, 18 fráköst, 4 stoðsendingar, 6 varin skot og 3 stolna bolta! Næst henni í röðinni var hin 15 ára gamla Sara Rún Hinriksdóttir með 16 stig, 8 fráköst og 2 stoðsendingar. Hjá Valskonum var María Ben Erlingsdóttir með 21 stig og 5 fráköst gegn gamla liðinu sínu Keflavík.
Njarðvík 77-53 Hamar
Shanae Baker gerði 25 stig, tók 7 fráköst og gaf 7 stoðsendingar í liði Njarðvíkinga. Næst henni var Sara Dögg Margeirsdóttir með 17 stig. Hjá Hamri var Samantha Murphy með 26 stig og 10 fráköst og Jenný Harðardóttir bætti við 13 stigum.
Snæfell 77-72 KR
Kieraah Marlow átti stóran leik í liði Snæfells með 32 stig, 8 fráköst og 4 stoðsendingar og Helga Hjördís Björgvinsdóttir bætti við 14 stigum og 16 fráköstum. Hjá KR voru þær Erica Prosser og Margrét Kara Sturludóttir báðar með 19 stig.
Fjölnir 77-87 Haukar
Margrét Rósa Hálfdánardóttir var stigahæst í liði Hauka með 21 stig og Íris Sverrisdóttir bætti við 19. Hjá Fjölni var Brittney Jones með 21 stig og 12 stoðsendingar og Birna Eiríksdóttir bætti við 20 stigum.
Staðan í deildinni
Deildarkeppni
Nr. | Lið | L | U | T | S | Stig/Fen | Sti m/Fen m | Heima s/t | Úti s/t | Stig heima s/f | Stig úti s/f | Síðustu 5 | Síð 10 | Form liðs | Heima í röð | Úti í röð | JL |
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
1. | Keflavík | 10 | 9 | 1 | 18 | 859/704 | 85.9/70.4 | 5/0 | 4/1 | 93.0/71.6 | 78.8/69.2 | 5/0 | 9/1 | 9 | 5 | 4 | 0/0 |
2. | Njarðvík | 10 | 7 | 3 | 14 | 861/775 | 86.1/77.5 | 3/2 | 4/1 | 84.2/77.4 | 88.0/77.6 | 4/1 | 7/3 | 2 | 1 | 2 | 0/0 |
3. (1) | Haukar | 10 | 6 | 4 | 12 | 753/727 | 75.3/72.7 | 2/3 | 4/1 | 72.0/73.8 | 78.6/71.6 | 5/0 | 6/4 | 5 | 2 | 4 | 0/2 |
4. (-1) | KR | 10 | 6 | 4 | 12 | 761/721 | 76.1/72.1 | 3/2 | 3/2 | 74.8/71.8 | 77.4/72.4 | 1/4 | 6/4 | -1 | -2 | -1 | 1/1 |
5. | Snæfell | 10 | 5 | 5 | 10 |
|