spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaÚrslit kvöldsins: KR vann Reykjavíkurslaginn

Úrslit kvöldsins: KR vann Reykjavíkurslaginn

Tveir leikir fóru fram í Domino’s deild karla í kvöld. Haukar tóku á móti Keflavík í Ólafssal að Ásvöllum og í Origo-höllinni að Hliðarenda tóku heimamann í Val á móti grönnum sínum í KR í leik sem lengi hefur verið beðið eftir, en flestum er enn í fersku minni félagaskipti lykilmanna KR austur yfir Vatnsmýrina síðasta sumar, þegar Jón Arnór Stefánsson og Kristófer Acox sömdu við Val.

Á Ásvöllum unnu gestirnir af Suðurnesjum sex stiga sigur, 76-83. Dominykas Milka var stigahæstur Keflvíkinga með 19 stig, auk 12 frákasta.

Í grannaslagnum voru það síðan KR-ingar sem höfðu betur gegn “gömlu félögunum”. Lokatölur 71-80 í kaflaskiptum leik. Ty Sabin var stigahæstur KR-inga með 33 stig.

Domino’s deildirnar halda áfram a miðvikudag þegar heil umferð er leikin í Domino’s deild kvenna, en á fimmtudag eru fjórir leikir í Domino’s deild karla.

Fréttir
- Auglýsing -