spot_img
HomeFréttirÚrslit kvöldsins: KR slapp með skrekkinn í DHL-Höllinni

Úrslit kvöldsins: KR slapp með skrekkinn í DHL-Höllinni

Fimmta umferðin í Iceland Express deild karla hófst í kvöld með þremur leikjum. KR vann Keflavík í spennuleik og Snæfell rúllaði yfir Njarðvíkinga. Þá lenti topplið Grindavíkur í bullandi vandræðum í Vodafonehöllinni en marði sigur á nýliðum Vals. Grindvíkingar tróna því enn á toppi deildarinnar, ósigraðir.
 
Úrslit:
 
Valur 73-83 Grindavík
Igor Tratnik var stigahæstur í liði Vals með 22 stig, 5 fráköst og 4 stoðsendingar. Darnell Hugee bætti við 16 stigum og 9 fráköstum. Hjá Grindavík var Giordan Watson með 23 stig og 6 stoðsendingar og J´Nathan Bullock bætti við 19 stigum og 7 fráköstum.
 
KR 74-73 Keflavík
Gestirnir úr Reykjanesbæ áttu tvær síðustu skottilraunir leiksins sem dönsuðu af hringnum og KR faganaði því sigri. David Tairu gerði 21 stig í leiknum og Hreggviður Magnússon bætti við 12. Hjá Keflavík var Magnús Þór Gunnarsson með 20 stig og Charles Parker bætti við 15.
 
Snæfell 89-67 Njarðvík
Quincy Hankins-Cole gerði 19 stig, tók 10 fráköst og gaf 6 stoðsendingar í liði Snæfell í kvöld. Næstur honum var Jón Ólafur Jónsson með 15 stig og 6 fráköst. Hjá Njarðvíkingum var Travis Holmes með 17 stig, 3 fráköst og 3 stoðsendingar og Cameron Echols bætti við 10 stigum og 5 fráköstum.
 
Mynd/ [email protected]Hreggviður Magnússon fagnar sigri KR í DHL-Höllinni í kvöld.
Fréttir
- Auglýsing -