Heil umferð fór fram í Iceland Express deild kvenna í kvöld þar sem KR hélt áfram sigurgöngu sinni með sigri gegn Keflavík 46-62 í Toyota-Höllinni í Reykjanesbæ.
Hamar hafði spennusigur á Haukum 85-84, Valur lagði Njarðvík í framlengdum leik 55-54 og Grindvíkingar sóttu tvö stig í Hólminn með 62-73 útisigri gegn Snæfell.
Hamar 85-84 Haukar
Valur 55-54 Njarðvík
Snæfell 62-73 Grindavík
Keflavík 46-62 KR