Átta liða úrslitum VÍS-bikarsins lauk í kvöld með tveimur leikjum. Keflavík vann 1.deildar lið Hauka á heimavelli og Valur lagði ríkjandi bikarmeistara Njarðvíkur í Origo-höllinni.
Undanúrslit bikarsins eru því klár, það verða Stjarnan, Keflavík, Þór og Valur sem munu kljást um bikarinn.
Úrslit
VÍS-bikarinn
Keflavík 101-92 Haukar
Valur 72-71 Njarðvík
