Þrír leikir fóru fram í fyrstu deild karla í kvöld.
Í Dalhúsum lögðu heimamenn í Fjölni lið Sindra, Breiðablik vann Skallagrím nokkuð auðveldlega áður en þeir tóku við deildarmeistaratitlinum og í Hveragerði bar Hamar sigurorð af grönnum sínum í Selfossi í oruustunni um Ingólfsfjall.
Í kvöld átti leikur Vestra og Hrunamanna einnig að fara fram, en Vestra var dæmdur 20-0 sigur í honum fyrir helgina.
Úrslit kvöldsins
Fyrsta deild karla:
Fjölnir 97 – 89 Sindri
Breiðablik 121 – 77 Skallagrímur
Hamar 97 – 89 Selfoss