Tveir leikir fóru fram í fyrstu deild karla í kvöld.
Höttur lagði Álftanes í Forsetahöllinni og í Smáranum hafði Hamar betur gegn heimamönnum í Breiðablik.
Eftir leiki kvöldins eru Höttur og Hamar jöfn að stigum með 32 á meðan að Breiðablik er einum sigurleik fyrir neðan með 30.
Úrslit kvöldsins
Fyrsta deild karla:
Álftanes 65 – 88 Höttur
Breiðablik 87 – 93 Hamar