21:06
Leikjum kvöldsins í Iceland Express deild karla er nú lokið.
Í Seljaskóla tryggði ÍR sér sjöunda sætið með sigri á Þór Þ. 83-73. Í Hveragerði vann Hamar/Selfoss Fjölni 87-75 og eru Hamar/Selfoss menn nú í góðum málum fyrir síðustu umferðina varðandi þátttöku í úrslitakeppninni.
Í Njarðvík fengu heimamenn afhentan bikarinn fyrir deildarmeistaratitilinn og jafnframt sigruðu þeir Hauka 88-78 og þar með eru Haukar fallnir í 1. deild en þeir hafa leikið í Úrvalsdeild síðan 1984.
Í Stykkishólmi sigruðu heimamenn Skallagrím 85-75 og eru því komnir með betra innbyrðis sem er þeim mikilvægt í toppbaráttunni.