spot_img
HomeFréttirÚrslit: Króatía og Litháen í undanúrslit

Úrslit: Króatía og Litháen í undanúrslit

Þá er ljóst hvernig undanúrslit Evrópumeistaramótsins verða skipuð því í dag tryggðu Króatía og Litháen sig inn og finna þar fyrir Frakka og Spánverja. Það eru því Frakkland og Spánn sem mætast í öðrum undanúrslitaleiknum og Króatía og Litháen í hinum.
 
Króatía 84-72 Úkraína
Litháen 81-77 Ítalía
 
Undanúrslitin fara fram á morgun, Litháen og Króatía hefja leik kl. 15:45 að íslenskum tíma og kl. 19:00 mætast Spánn og Frakkland.
 
Þá mættust Haukar og Snæfell í Lengjubikarkeppni kvenna í kvöld þar sem Haukar fóru með 87-70 sigur af hólmi. Lele Hardy splæsti í harðjaxlatvennu, 33 stig og 23 fráköst! Hjá Snæfell var Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir með 20 stig og 16 fráköst.
 
Fyrirtækjabikar konur, B-riðill
 
Haukar-Snæfell 87-70 (14-13, 17-18, 25-19, 31-20)
 
Haukar: Lele Hardy 33/23 fráköst, Dagbjört Samúelsdóttir 14/6 fráköst, Margrét Rósa Hálfdanardóttir 12/5 fráköst/9 stoðsendingar, Gunnhildur Gunnarsdóttir 10/4 fráköst/6 stoðsendingar, Auður Íris Ólafsdóttir 7, Sylvía Rún Hálfdanardóttir 4, Lovísa Björt Henningsdóttir 3/8 fráköst/5 varin skot, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 2, Rósa Björk Pétursdóttir 2, Ína Salome Sturludóttir 0/4 fráköst, Þóra Kristín Jónsdóttir 0, Guðrún Ósk Ámundardóttir 0.
Snæfell: Chynna Unique Brown 22/8 fráköst, Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir 20/16 fráköst, Hildur Sigurðardóttir 17/8 fráköst/6 stoðsendingar, Eva Margrét Kristjánsdóttir 9, Aníta Sæþórsdóttir 2, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 0/4 fráköst, Edda Bára Árnadóttir 0, Silja Katrín Davíðsdóttir 0, Brynhildur Inga Níelsdóttir 0, Rebekka Rán Karlsdóttir 0, Hugrún Eva Valdimarsdóttir 0/11 fráköst.
Dómarar: Halldór Geir Jensson, Hákon Hjartarson
  
Fréttir
- Auglýsing -