KR hafði af sigur á Haukum í öðrum leik liðanna í úrslitum Domino's deildar karla í æsispennandi leik á Ásvöllum í kvöld. Leiknum lauk 82-88 eftir afar spennandi lokamínútur. KR-ingar stóðu af sér áhlaup Hauka í lok leiks og lönduðu mikilvægum sigri en þeir geta unnið Íslandsmeistaratitilinn á mánudagskvöldið kemur. Michael Craion leiddi KR-inga með 27 stig og 13 fráköst en Brandon Mobley leiddi Hauka með 28 stig og 14 fráköst.
Úrvalsdeild karla, Úrslitakeppni
Haukar-KR 82-88 (12-21, 25-16, 25-23, 20-28)
Haukar: Brandon Mobley 28/14 fráköst, Finnur Atli Magnússon 15/15 fráköst/3 varin skot, Haukur Óskarsson 14, Emil Barja 11/6 fráköst/12 stoðsendingar, Hjálmar Stefánsson 6/3 varin skot, Kristinn Jónasson 3, Kristinn Marinósson 3, Guðni Heiðar Valentínusson 2, Ívar Barja 0, Jón Ólafur Magnússon 0, Arnór Bjarki Ívarsson 0, Gunnar Birgir Sandholt 0.
KR: Michael Craion 27/13 fráköst/3 varin skot, Brynjar Þór Björnsson 21/5 fráköst/8 stoðsendingar, Helgi Már Magnússon 20/7 fráköst/5 stoðsendingar, Darri Hilmarsson 9/8 fráköst, Björn Kristjánsson 7/6 fráköst, Pavel Ermolinskij 4/6 stoðsendingar, Jón Hrafn Baldvinsson 0, Vilhjálmur Kári Jensson 0, Arnór Hermannsson 0, Ólafur Þorri Sigurjónsson 0, Þórir Guðmundur Þorbjarnarson 0, Snorri Hrafnkelsson 0.
Dómarar:
Viðureign: 0-2