spot_img
HomeFréttirÚrslit: KR slær ekkert af hraðferðinni

Úrslit: KR slær ekkert af hraðferðinni

Íslands- og bikarmeistarar KR völtuðu yfir Hauka í kvöld í fyrstu viðureign liðanna í úrslitum Domino´s-deildar karla. Lokatölur 91-61 KR í vil. Haukar fóru vel af stað en KR tók svo öll völd og vann annan leikhluta 30-11 og eftir það var eftirleikurinn auðveldur. KR lokaði oddaleiknum gegn Njarðvík með þvílíkum látum og miðað við frammistöðu röndóttra í kvöld hafa þeir ekkert slegið af hraðferðinni.

Brynjar Þór Björnsson gerði 20 stig í liði KR í kvöld og Michael Craion bætti við 19 stigum og tók 12 fráköst en Kristinn Marinósson var stigahæstur í liði Hauka með 15 stig á meðan lykilmenn í liði Hafnfirðinga höfðu alltof hægt um sig í kvöld.

 

Kári Jónsson meiddist á ökkla í síðari hálfleik og kom ekki aftur við sögu í leiknum. Ólafur Þór Jónsson tíðindamaður Karfan.is er í DHL-höllinni og mun flytja okkur nánari tíðindi af Kára á eftir. 

 

KR-Haukar 91-61 (13-19, 30-11, 23-15, 25-16)

 

KR: Brynjar Þór Björnsson 20/4 fráköst, Michael Craion 19/12 fráköst/5 varin skot, Helgi Már Magnússon 11/7 fráköst, Darri Hilmarsson 11/6 fráköst, Pavel Ermolinskij 10/9 fráköst/11 stoðsendingar, Björn Kristjánsson 9, Þórir Guðmundur Þorbjarnarson 6, Vilhjálmur Kári Jensson 3, Snorri Hrafnkelsson 2, Ólafur Þorri Sigurjónsson 0, Jón Hrafn Baldvinsson 0, Andrés Ísak Hlynsson 0. 

Haukar: Kristinn Marinósson 15/8 fráköst, Brandon Mobley 12/15 fráköst/3 varin skot, Emil Barja 9/6 stoðsendingar, Kári Jónsson 9/5 stoðsendingar, Finnur Atli Magnússon 6/4 fráköst, Kristinn Jónasson 4, Haukur Óskarsson 4/5 fráköst, Hjálmar Stefánsson 2, Arnór Bjarki Ívarsson 0, Jón Ólafur Magnússon 0, Ívar Barja 0, Guðni Heiðar Valentínusson 0.   

 

Viðureign: 1-0

 

Mynd/ Bára Dröfn

 

Fréttir
- Auglýsing -