Einn leikur fór fram í Iceland Express deild kvenna í dag þegar þriðja umferð deildarinnar rúllaði af stað. Íslandsmeistarar KR heimsóttu Grindavík í Röstina þar sem frítt var á leikinn í boði Northern Light Inn.
KR hafði nokkuð þægilegan 49-68 sigur í leiknum þar sem Margrét Kara Sturludóttir og Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir skoruðu báðar 14 stig fyrir KR. Kara var einnig með 8 stoðsendingar og 7 fráköst. Hjá Grindavík var Berglind Anna Magnúsdóttir atkvæðamest með 15 stig.
Ljósmynd/ Úr safni: Margrét Kara átti góðan dag í liði KR.