KR-ingar gjörsigruðu Grindvíkinga í oddaleik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn 2017 í DHL höllinni í kvöld, 95-56. Röndóttir gerðu út um leikinn nánast í 2. hluta með nánast lýtalausum sóknarleik en Grindvíkingar áttu engin svör.
Brynjar Þór Björnsson fór á kostum fyrir KR-inga og endaði með 23 stig og skaut 5/11 í þristum. Hjá litlausum Grindvíkingum var það einna helst Dagur Kár Jónsson sem var með eitthvað framlag eða 15 stig.