Þrír leikir fóru fram í 8-liða úrslitum Poweradebikarkeppninnar í kvöld þar sem KR, Grindavík og Þór Þorlákshöfn tryggðu sér farseðilinn inn í undanúrslit mótsins. Átta liða úrslitum lýkur annað kvöld með viðureign Njarðvík b og Keflavíkur en dregið verður í undanúrslit í hádeginu á morgun og þá koma Njarðvík b og Keflavík saman upp á miða.
Úrslit kvöldsins í 8-liða úrslitum Poweradebikarsins
KR 90-74 Njarðvík
Skallagrímur 96-105 Grindavík
Þór Þorlákshöfn 79-74 Haukar