spot_img
HomeFréttirÚrslit: Kóngarnir frá Kaliforníu kláruðu 76ers

Úrslit: Kóngarnir frá Kaliforníu kláruðu 76ers

12 leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt.

Í Golden 1 höllinni í Sacramento lögðu heimamenn í Kings lið Phildelphia 76ers með 115 stigum gegn 108. Kings komið öllum á óvart það sem af er vetri, eru sem stendur í 9. sæti Vesturstrandarinnar með 51.9% sigurhlutfall. 76ers, fyrir utan leik næturinnar, þá einnig verið á nokkuð góðu róli, sigrað 7 af síðustu 10 leikjum og sem stendur í 3. sætu Austurstrandarinnar með 64.2% sigurhlutfall.

Fyrir heimamenn var bakvörðurinn Buddy Hield heitur, setti niður 7 af 13 stiga skotum sínum í leiknum. Skoraði í heildina 34 stig, tók 6 fráköst og gaf 3 stoðsendingar. Fyrir gestina var það miðherjinn Joel Embiid sem dróg vagninn með 29 stigum og 17 fráköstum.

https://www.youtube.com/watch?v=3QaWEFKWsIs

Staðan í deildinni

Úrslit næturinnar:

LA Clippers 111 – 101 Detroit Pistons

Chicago Bulls 118 – 125 Charlotte Hornets

Brooklyn 89 – 102 Orlando Magic

Milwaukee Bucks 131 – 115 Washington Wizards

Dallas Mavericks 111 – 98 Cleveland Cavaliers

Indiana Pacers 95 – 88 Miami Heat

New Orleans Pelicans 108 – 113 San Antonio Spurs

Los Angeles Lakers 101 – 115 Golden State Warriors

Denver Nuggets 107 – 106 Minnesota Timberwolves

Atlanta Hawks 118 – 112 Phoenix Suns

Houston Rockets 125 – 98 Utah Jazz

Philadelphia 76ers 108 – 115 Sacramento Kings

Fréttir
- Auglýsing -