spot_img
HomeFréttirÚrslit: Keflvíkingar sigra Hauka í tvíframlengdum naglbít

Úrslit: Keflvíkingar sigra Hauka í tvíframlengdum naglbít

Tveir leikir fóru fram í kvöld í Domino's deild karla og einn leikur í 1. deild karla. KR hafði af sigur á Þór Þorlákshöfn í DHL höllinni eftir fremur brösóttar fyrstu 30 mínúturnar. Vesturbæingar gerðu sér lítið fyrir og sigruðu 4. hlutann 27-15 og leikinn 90-80. Keflavík sigraði Hauka 109-104 í tvíframlengdum leik í TM höllinni í Reykjanesbæ. Earl Brown átti stórleik fyrir Keflvíkinga með 35 stig og 19 fráköst. Stephen Madison leiddi Haukana með 30 stig 19 fráköst.

 

 

Valsarar sigruðu Fjölnismenn fremur auðveldlega í Dalhúsum, 95-109, en Valsmenn skoruð 38 stig í fjórða leikhluta. Jamie Stewart leiddi Valsmenn með 38 stig og 11 fráköst. Colin Pryor leiddi Fjölnismenn með 28 stig, 15 fráköst og 6 stoðsendingar. 

 

Úrvalsdeild karla, Deildarkeppni

Keflavík-Haukar 109-104 (24-22, 18-28, 24-18, 22-20, 11-11, 10-5)
Keflavík: Earl Brown Jr. 35/19 fráköst, Valur Orri Valsson 18/4 fráköst, Reggie Dupree 18/7 fráköst, Magnús Þór Gunnarsson 12, Magnús Már Traustason 9, Guðmundur Jónsson 8/6 fráköst/5 stoðsendingar, Davíð Páll Hermannsson 4, Ágúst Orrason 3, Andrés Kristleifsson 2, Andri Daníelsson 0, Kristján Örn Rúnarsson 0, Ragnar Gerald Albertsson 0.
Haukar: Stephen Michael Madison 30/19 fráköst/5 stoðsendingar, Finnur Atli Magnússon 21/11 fráköst, Kári Jónsson 17/5 stoðsendingar, Emil Barja 13/12 fráköst/8 stoðsendingar, Kristinn Marinósson 10/7 fráköst, Haukur Óskarsson 10/5 fráköst, Hjálmar Stefánsson 3, Kristinn Jónasson 0/5 fráköst, Alex Óli Ívarsson 0, Jón Ólafur Magnússon 0, Ívar Barja 0, Guðni Heiðar Valentínusson 0.

 

KR-Þór Þ. 90-80 (23-28, 19-16, 21-21, 27-15)
KR: Brynjar Þór Björnsson 24, Michael Craion 16/7 fráköst, Ægir Þór Steinarsson 16/4 fráköst/7 stoðsendingar, Pavel Ermolinskij 10/6 fráköst/6 stoðsendingar, Darri Hilmarsson 9/5 fráköst, Snorri Hrafnkelsson 7/4 fráköst, Björn Kristjánsson 5, Þórir Guðmundur Þorbjarnarsson 3, Vilhjálmur Kári Jensson 0, Arnór Hermannsson 0, Andrés Ísak Hlynsson 0, Ólafur Þorri Sigurjónsson 0.
Þór Þ.: Ragnar Ágúst Nathanaelsson 25/17 fráköst/4 varin skot, Ragnar Örn Bragason 14/5 fráköst, Vance Michael Hall 13/5 fráköst/5 stoðsendingar, Emil Karel Einarsson 10/5 fráköst/5 stoðsendingar, Þorsteinn Már Ragnarsson 7, Baldur Þór Ragnarsson 4, Halldór Garðar Hermannsson 4, Davíð Arnar Ágústsson 3, Hraunar Karl Guðmundsson 0, Magnús Breki Þórðason 0, Jón Jökull Þráinsson 0.

 

1. deild karla, Deildarkeppni

Fjölnir-Valur 95-109 (26-26, 11-21, 26-24, 32-38)
Fjölnir: Collin Anthony Pryor 28/15 fráköst/6 stoðsendingar, Róbert Sigurðsson 15/4 fráköst/6 stoðsendingar, Egill Egilsson 14, Garðar Sveinbjörnsson 11, Bergþór Ægir Ríkharðsson 8, Sindri Már Kárason 7, Hreiðar Bjarki Vilhjálmsson 7, Árni Elmar Hrafnsson 3, Valur Sigurðsson 2, Þorgeir Freyr Gíslason 0, Alexander Þór Hafþórsson 0, Guðjón Ágúst Guðjónsson 0.
Valur: Jamie Jamil Stewart Jr. 38/11 fráköst/5 stolnir, Illugi Auðunsson 17/9 fráköst/3 varin skot, Illugi Steingrímsson 15, Kormákur Arthursson 14, Friðrik Þjálfi Stefánsson 9, Benedikt Blöndal 6, Leifur Steinn Arnason 4/6 fráköst, Elías Orri Gíslason 4, Þorgeir Kristinn Blöndal 2/7 fráköst, Sigurður Rúnar Sigurðsson 0, Högni Egilsson 0, Sólón Svan Hjördisarson 0.

 

Mynd:  Earl Brown átti stórleik fyrir Keflavík (Skúli Sig)

Fréttir
- Auglýsing -