Keflavík er Íslandsmeistari í Iceland Express deild kvenna eftir 3-0 sigur á Njarðvík í úrslitaseríu Íslandsmótsins. Liðin mættust í sínum þriðja leik í kvöld þar sem Keflvíkingar höfðu betur og lönduðu sínum fjórtánda titli í sögu félagsins.
Lokatölur í Toyota-höllinni voru 61-51 Keflavík í vil. Lisa Kircic og Ingibjörg Jakobsdóttir voru stigahæstar í liði Keflavíkur í kvöld báðar með 14 stig en Kircic var einnig með 16 fráköst. Hjá Njarðvík var Julia Demirer með 14 stig og 14 fráköst.
Nánar síðar…