Einn leikur fór fram í undanúrslitum Domino’s deildar karla í kvöld þegar Keflavík tók á móti KR í Blue höllinni í Reykjanesbæ.
Með sigri gátu heimamenn tryggt sér sæti í úrslitaviðureign deildarinnar í fyrsta sinn síðan 2010, og það sem meira er, stöðvað óslitna sigurgöngu KR sem staðið hefur allt frá árinu 2014.
Svo fór að Keflavík henti sópnum á loft og Vesturbæingum úr keppni með öruggum 18 stiga sigri, 88-70. Keflavík mun því leika til úrslita um Íslandsmeistaratitil karla í fyrsta sinn frá árinu 2010, þegar liðið steinlá í oddaleik gegn Snæfelli. Mótherjarj Keflvíkinga verða annað hvort Þórsarar eða Stjörnumenn, en liðin eigast við fjórða sinni í Garðabæ á miðvikudagskvöld.
Umfjöllun og viðtöl síðar.