spot_img
HomeFréttirÚrslit: Jókerinn óstöðvandi gegn Oklahoma

Úrslit: Jókerinn óstöðvandi gegn Oklahoma

Þrír leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt.

Í Pepsi höllinni í Denver lögðu heimamenn í Nuggets lið Oklahoma City Thunder með 9 stigum, 121-112. Sigurinn mikilvægur fyrir Nuggets, sem eru í öðru sæti Vesturstrandarinnar, þar sem að Thunder, í þriðja sætinu, hefðu með sigri geta komist enn nær því að ná sætinu af þeim. Nú með aðeins um 20 leiki eftir af tímabilinu, munar nákvæmlega fjórum sigurleikjum á þeim og ólíklegt verður að þykja að Nuggets gefi það eftir.

Atkvæðamestur fyrir heimamenn í leiknum var miðherjinn Nikola Jokic. Á tæpum 35 mínútum spiluðum skilaði hann 36 stigum, 9 fráköstum og 10 stoðsendingum. Fyrir gestina var það Russell Westbrook sem dróg vagninn með 22 stigum, 14 fráköstum og 9 stoðsendingum.

https://www.youtube.com/watch?v=5uO6xHWmi5w

Staðan í deildinni

Úrslit næturinnar:

Orlando Magic 103 – 108 New York Knicks

Boston Celtics 95 – 118 Toronto Raptors

Oklahoma City Thunder 112 – 121 Denver Nuggets

Fréttir
- Auglýsing -