spot_img
HomeFréttirÚrslit: James Harden setti persónulegt met í Madison Square Garden

Úrslit: James Harden setti persónulegt met í Madison Square Garden

Tíu leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt.

Í Madison Square Garden í New York töpuðu heimamenn í Knicks fyrir liði Houston Rockets með 110 stigum gegn 114. Lánleysi Knicks algjört það sem af er tímabili, liðið með næst verstan árangur allra liða í deildinni, 21.7% sigurhlutfall. Eftir nokkuð erfiða byrjun á tímabili, sigla Rockets nokkuð lygnan sjó. Eru um miðja deild, með 57.4% sigurhlutfall þegar tímabilið er um það bil hálfnað.

Líkt og svo oft áður í vetur var bakvörðurinn James Harden potturinn og pannan í leik Houston manna, setti persónulegt met þegar hann skoraði 61 stig, tók einnig 15 fráköst, gaf 4 stoðsendingar og stal 5 boltum. Fyrir Knicks var varamaðurinn Allonzo Trier atkvæðamestur með 31 stig og 10 fráköst.

https://www.youtube.com/watch?v=sHiReHMeFXc

Staðan í deildinni

Úrslit næturinnar:

Toronto Raptors 106 – 110 Indiana Pacers

Cleveland Cavaliers 103 – 123 Boston Celtics

Orlando Magic 110 – 114 Brooklyn Nets

LA Clippers 111 – 99 Miami Heat

Houston Rockets 114 – 110 New York Knicks

San Antonio Spurs 120 – 122 Philadelphia 76ers

Atlanta Hawks 121 – 101 Chicago Bulls

Charlotte Hornets 118 – 107 Memphis Grizzlies

Detroit Pistons 98 – 94 New Orleans Pelicans

Denver Nuggets 108 – 114 Utah Jazz

Fréttir
- Auglýsing -