spot_img
HomeFréttirÚrslit: Ítalía með öruggan sigur á Úkraínu - Leikurinn í Georgíu hreinn...

Úrslit: Ítalía með öruggan sigur á Úkraínu – Leikurinn í Georgíu hreinn úrslitaleikur fyrir Ísland

Á meðan Ísland tapaði gegn Spáni fór fram leikur sem hafði í raun meiri áhrif á stöðu Íslands en sá leikur. Í Ítalíu mættu heimamenn Úkraínu. Eftir jafnan fyrri hálfleik gaf Ítalía í í fjórða leikhluta og náðu á lokum í öruggan sigur 85-75.

Ísland mátti þola tap í kvöld gegn Spáni í næst síðasta leik sínum í undankeppni HM 2023, 61-80. Eftir leikinn er Ísland í 4. sæti riðilsins, einum sigurleik fyrir aftan Georgíu sem lagði Holland fyrr í kvöld, en liðin munu mætast komandi sunnudag 26. febrúar í Tíblisi.

Tap Úkraínu þýðir að liðið getur ekki náð Íslandi og Georgíu að stigum. Það er því ljóst að leikur Georgíu og Íslands næstkomandi sunnudag er hreinn úrslitaleikur um sæti á HM. Ísland þarf að vinna með fjórum stigum til að tryggja sér sæti á HM.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -