Ísland lagði Portúgal rétt í þessu með 28 stigum, 96 gegn 68 í seinni leik liðanna í forkeppni undankeppni Evrópumótsins 2021.
Ísland er því sem stendur í öðru sæti H riðils. Portúgal sæti ofar en þeir með einu stigi meira. Sviss eru stigi neðar en Ísland, en liðin eiga leik til góða á Portúgal. Þar fær Ísland alltaf eitt stig, en tvö ef að þeir vinna. Allt nokkuð opið ennþá í riðlinum fyrir þennan lokaleik, en stór sigur fyrir Ísland í dag kom þeim í þægilega fyrir hann.
Frekari umfjöllun, viðtöl og myndir eru væntanlegar á Körfuna.