spot_img
HomeLandsliðinEuroBasket 2025Úrslit: Ísland á lokamót EuroBasket 2025 eftir glæsilegan sigur gegn Tyrklandi

Úrslit: Ísland á lokamót EuroBasket 2025 eftir glæsilegan sigur gegn Tyrklandi

Rétt í þessu tryggði Ísland sig á lokamót EuroBasket 2025 með sigri gegn Tyrklandi í Laugardalshöll, 83-71.

Með sigrinum fór Ísland upp fyrir Tyrkland í B riðil undankeppninnar, en bæði enduðu liðin með þrjá sigra og þrjú töp, en sökum innbyrðis stöðu endaði Ísland í öðru sæti riðilsins á meðan Tyrkland þurfti að sætta sig við þriðja sætið.

Í neðsta sætinu endaði Ungverjaland og þá var það Ítalía sem endaði í efsta sætinu.

Þetta er í þriðja skiptið á 10 árum sem Ísland tryggir sig á lokamótið, en áður höfðu þeir verið með 2015 og 2017.

Næst á dagskrá fyrir íslenska liðið er að bíða eftir drætti í riðla á mótinu. Eftir að dregið verður í riðla verður ljóst hvort þeir leika í Lettlandi, Póllandi, Finnlandi eða á Kýpur í lokamótinu í lok ágúst.

Frekari fréttir, myndir og viðtöl eru væntanleg á Körfuna með kvöldinu

Hérna eru fréttir af undankeppni EuroBasket

Fréttir
- Auglýsing -