spot_img
HomeNeðri deildir1. deild karlaÚrslit: ÍR hélt sér á lífi í Ljónagryfjunni - Höttur lagði Hamar...

Úrslit: ÍR hélt sér á lífi í Ljónagryfjunni – Höttur lagði Hamar í Hveragerði

Tveir leikir fóru fram í 8 liða úrslitum Dominos deildar karla og einn í undanúrslitum 1. deild karla.

ÍR lagði Njarðvík í Ljónagryfjunni. Minnkuðu þeir muninn í einvíginu niður í einn leik, 2-1, en sigri Njarðvík næsta leik, eru þeir komnir áfram og til undanúrslita.

Stjarnan tók forystuna í einvígi sínu gegn Grindavík heima í Mathús Garðabæjar Höllinni, 2-1. Geta bikar og deildarmeistarar Stjörnunnar því klárað dæmið í næsta leik, en hann verður leikinn í Grindavík.

Í fyrstu deild karla lagði Höttur heimamenn í Hamri í þriðja leik liðanna í undanúrslitum fyrstu deildar. Staðan 2-1. Þarf Höttur því aðeins einn sigurleik í viðbót til þess að komast í úrslitaeinvígið, en næsti leikur liðanna fer fram á Egilsstöðum.

 

Úrslit kvöldsins

8 liða úrslit Dominos deild karla:

Stjarnan 98 – 81 Grindavík

(Staðan 2-1 fyrir Stjörnunni)

 

Njarðvík 64 – 70 ÍR

(Staðan 2-1 fyrir Njarðvík)

 

Undanúrslit 1. deild karla:

Hamar 94 – 105 Höttur

(Staðan 2-1 fyrir Hetti)

Fréttir
- Auglýsing -