spot_img
HomeFréttirÚrslit: Huerter atkvæðamestur í sigri Hawks á Wizards

Úrslit: Huerter atkvæðamestur í sigri Hawks á Wizards

Sex leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt.

Í Capital One höllinni í Washington töpuðu heimamenn í Wizards fyrir liði Atlanta Hawks, 129-137. Líkt og tölurnar gefa til kynna var mikið um sóknartilburði í leiknum, en níu leikmenn Hawks skoruðu 10 stig eða fleiri í leiknum. Eftir leikinn eru Hawks þó enn með 6. versta árangur liða í deildinni, 34% sigurhlutfall í 12. sæti austurstrandarinnar, með litla sem enga von um að komast í úrslitakeppnina. Wizards aftur á móti fyrir ofan þá, í 10. sætinu, með 41.5% sigurhlutfall og allt eins líklegir til þess að ná 8. sætinu og sæti í úrslitakeppninni.

Bakvörðurinn Kevin Huerter atkvæðamestur gestanna í nótt, skoraði 19 stig, tók 5 fráköst og gaf 4 stoðsendingar á 32 mínútum spiluðum. Fyrir heimamenn var það Bradley Beal sem dróg vagninn með 27 stigum, 6 fráköstum og 6 stoðsendingum.

Staðan í deildinni

Úrslit næturinnar:

Denver Nuggets 103 – 129 Detroit Pistons

Atlanta Hawks 137 – 129 Washington Wizards

Miwaukee Bucks 113 – 94 Brooklyn Nets

Indiana Pacers 109 – 107 New Orleans Pelicans

Houston Rockets 118 – 110 Phoenix Suns

San Antonio Spurs 112 – 127 Sacramento Kings

Fréttir
- Auglýsing -