Tveir leikir fóru fram í fyrstu deildum karla og kvenna.
Á Egilsstöðum sigruðu heimamenn í Hetti lið Fjölnis með 94 stigum gegn 78. Eftir leikinn eru liðin því jöfn að stigum í 2.-3. sæti deildarinnar með 18. Þór sem fyrr í efsta sætinu með 22.
Í fyrstu deild kvenna sigraði topplið Fjölnis ÍR nokkuð örugglega, 75-62. Fjölnir í efsta sæti deildarinnar með 18 stig, 6 stigum á undan Grindavík í 2. sætinu. ÍR áfram í 6. sætinu með 6 stig, tveimur stigum fyrir aftan Tindastól í 5. sætinu.
Úrslit kvöldsins
1. deild karla:
Höttur 94 – 78 Fjölnir
1. deild kvenna:
ÍR 62 – 75 Fjölnir