Bandaríkjamenn fóru létt með Mexíkóa 86-63, sem þó áttu nokkra mjög góða spretti gegn sterku liði Bandaríkjanna. Spánverjar fóru einnig létt með Senegal, 89-56. Slóvenía sigraði Dóminíska lýðveldið með tíu stigum 61-71. Frakkar mörðu sigur gegn Króötum, 69-64 í mjög kaflaskiptum leik. Leikurinn var í járnum í lokin eftir mikla ásókn Króata í fjórða hluta. Myndbandssamantekt úr leikjunum hér að neðan.