spot_img
HomeFréttirÚrslit: Haukastúlkur byrja veturinn á sigri

Úrslit: Haukastúlkur byrja veturinn á sigri

Haukar hófu veturinn með sigri í Domino's deild kvenna, í Ásgarði gegn nýliðum Stjörnunnar. Stjarnan stóð lengi vel í Haukum en þegar líða fór á seinni hálfleik sýndu Haukar mátt sinn og meginn – sigu fram úr og tryggðu 75-86 sigur.

 

Helena Sverrisdóttir átti stórleik með 35 stig, 15 fráköst, 7 stoðsendingar og 6 stolna bolta. Chelsie Schweers var stigahæst Stjörnunnar með 31 stig og 6 stoðsendingar. 

Tölfræði leiks.

 

Valur sigraði Keflavík í Vodafonehöllinni 92-88, en Valsstúlkur tóku alls 42 vítaskot í leiknum. Karisma Chapman var stigahæst hjá Val með 36 stig og 19 fráköst, en Melissa Zorning var stigahæst í liði Keflavíkur með 35 stig og 8 fráköst.

Tölfræði leiks.

 

Snæfell sótti Hamar heim í Hveragerði og fór heim með 17 stiga sigur, 61-78. Suriya McGuire var stigahæst í liði Hamars með 26 stig og 8 fráköst og Nína Jenný bætti við 14. Palmer Haiden skoraði 30 stig fyrir Snæfell og bætti við 13 fráköstum. Systurnar Gunnhildur og Berglind með 14 stig hvor.

 

Mynd úr safni: Helena Sverrisdóttir átti stórleik í kvöld

Fréttir
- Auglýsing -