Haukar tóku aftur forystuna 2-1 eftir magnaðan sigur á Snæfelli á Ásvöllum 82-74 í framlengdum leik. Haukar stigu all svakalega upp í lok leiks með Helenu Sverrisdóttur í broddi fylkingar með 45 stig eða vel yfir helming stiga Haukaliðsins. Haukar höfðu átt erfitt uppdráttar í sóknarleiknum framan af en Helenu tókst að skora jöfnunarkörfuna þegar öráar sekúndur voru eftir af leiknum. Þær stigu svo vart feilspor í framlengingunni.
Helena jafnar leikinn. Framlengt á Ásvöllum. #korfubolti https://t.co/bL9W1JopVj
— Karfan.is (@Karfan_is) April 21, 2016
Úrvalsdeild kvenna, Úrslitakeppni
Haukar-Snæfell 82-74 (15-18, 11-16, 20-14, 23-21, 13-5)
Haukar: Helena Sverrisdóttir 45/11 fráköst/6 stoðsendingar, Pálína María Gunnlaugsdóttir 10/4 fráköst/7 stoðsendingar, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 7/13 fráköst, Auður Íris Ólafsdóttir 5/10 fráköst, Dýrfinna Arnardóttir 4, Sylvía Rún Hálfdanardóttir 4/4 fráköst, Shanna Dacanay 3, Hanna Þráinsdóttir 2, María Lind Sigurðardóttir 2, Þóra Kristín Jónsdóttir 0, Sólrún Inga Gísladóttir 0, Rósa Björk Pétursdóttir 0.
Snæfell: Haiden Denise Palmer 33/15 fráköst/5 stoðsendingar/5 stolnir, Gunnhildur Gunnarsdóttir 15/7 stoðsendingar, Bryndís Guðmundsdóttir 12/8 fráköst, Berglind Gunnarsdóttir 10/9 fráköst, Alda Leif Jónsdóttir 2/4 fráköst, Hugrún Eva Valdimarsdóttir 2, Andrea Björt Ólafsdóttir 0, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 0, María Björnsdóttir 0, Rebekka Rán Karlsdóttir 0, Sara Diljá Sigurðardóttir 0/4 fráköst, Erna Hákonardóttir 0.
Viðureign: 2-1