Tveimur leikjum er lokið í Dominos deild karla þar sem línur eru heldur betur farnar að skýrast. Grindavík stökk uppfyrir KR í 5. sæti deildarinnar með sigri á Tindastól á heimavelli.
Stóri dómur féll í Ólafssal í Hafnarfirði þegar botnliðin mættust í algjörum naglbít. Gestirnir frá Egilsstöðum voru sterkari aðilinn að lokum og silgdu 100-104 sigri. Það þýðir að Haukar eru fallnir í 1. deild og leika þar á næstu leiktíð. Sigur Hattar þýðir að liðið eru yfir í innbirgðisviðureigninni á Hauka og Njarðvík. Þar sem Haukar eru með 12 stig og geta ekki farið framúr Hetti er liðið endanlega fallið.
Tveir leikir fara fram í deildinni síðar í kvöld.
Úrslit kvöldsins: