spot_img
HomeNeðri deildir1. deild karlaÚrslit: Hamar sótti sigur á Egilsstaði - Fjórir í röð hjá Vestra

Úrslit: Hamar sótti sigur á Egilsstaði – Fjórir í röð hjá Vestra

Þrír leikir fóru fram í 1. deild karla í kvöld þar sem styttist í lok deildarkeppninnar og því mikil spenna á öllum vígvöllum.

Á Egilsstöðum töpuðu heimamenn fyrir Hamri sem gerðu góða ferð austur. Hamar stökk þar með uppí þriðja sæti, upp fyrir Hött. Fjölnir vann öruggan sigur á Snæfell í Dalhúsum og halda í við topplið Þórs.

Selfoss þurfti á sigri að halda í kvöld gegn Vestra til að eiga minnsta möguleika á sæti í úrslitakeppninni en Vestri er sæti fyrir ofan liðið. Vestri vann að lokum með tveggja stiga mun og hafa nú unnið fjóra leik í röð.

Úrslit dagsins:

  1. deild karla

Höttur 75-96 Hamar

Selfoss 95-97 Vestri

Fjölnir 89-65 Snæfell

Fréttir
- Auglýsing -